Velkomin(n) á vefverslun Gloss.is

Þjónusta

Öryggi í fyrirrúmi á gloss.is
Öryggismál í netverslun gloss.is eru eins og þau gerast best í heiminum varðandi greiðslukort. Við erum með 256 bita SSL dulkóðunarlykil. Í viðskiptum á netinu er þessi öryggislykill. Öryggis viðskiptavina okkar á gloss.is er því gætt í hvívetna.
Greiðslufyrirkomulag
Þú getur valið um greiðsluform, greiðslukort, millifærslu á bankareikning eða að fá vöruna senda í póstkröfu. Ef þú vilt greiða með greiðslukorti fyllir þú út umbeðnar upplýsingar og staðfestir síðan pöntunina. Við tökum við Visa og MasterCard greiðslukort. Við viljum ítreka að greiðsla með greiðslukorti er fullkomlega örugg og upplýsingar um þig eru aldrei gefnar til þriðja aðila. Ef þú vilt millifæra greiðsluna á bankareikning merkir þú við þann reit og staðfestir pöntunina. Þá birtast þér uppplýsingar um bankareikning. Athugið að pöntun er ekki afgreidd fyrr en greiðsla hefur borist á bankareikning. Ef þú vilt fá vöruna senda í póstkröfu leggst við kostnaður samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts. ALLTAF þarf að ljúka pöntunarferlið með því að staðfesta pöntun. Því næst færð þú senda staðfestingu með tölvupósti um að pöntunin hafi verið móttekin.
Afgreiðsla pantana
Við afgreiðum pantanir innan 24 klukkustunda frá því að þær berast til okkar. Helgar og aðrir frídagar eru ekki meðtaldir. Pantanir eru aðeins sendar út á virkum dögum nema um annað sé sérstaklega samið. Við sendum vörur með Íslandspósti og afgreiðslufrestur er yfirleitt 2-3 dagar. Ef þér liggur mikið á vörunni getur þú haft samband við okkur í síma 587-9500 og sótt vöruna á ákveðnum tíma samkvæmt samkomulagi.
Vörum skilað
Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð(ur) með vöruna eða þarft að skila henni verður þú að gera það innan 14 daga frá afhendingu vörunnar og þá fengið vöruna endurgreidda innan 30 daga. Ekki er hægt að skila notaðri vöru. Hafi vara skemmst í sendingu biðjum við þig vinsamlegast að geyma umbúðirnar og vörurnar og hafa strax samband við okkur í síma 587-9500 eða með tölvupósti á [email protected]
Almennar Firma upplýsingar
Skrautás ehf.
Leiðhömrum 39
112 Reykjavík.
Sími 699 1322
Kennitala: 520799-2149.
Vsk.númer: 63003.
Netfangið: [email protected]
Vefslóð: www.gloss.is